Samningur um soprhirðu og –flokkun undirritaður

27.09 2017 - Miðvikudagur

Í gær var undirritaður samningur á skrifstofu sveitarstjóra  milli Steineyjar og Vopnafjarðarhrepps um sorphirðu-sorpflokkun og umhirðu með gámasvæði Vopnafjarðarhrepps. Með samningnum mun Steiney taka yfir þau verkefni er málið varðar. Þau eru: Að sjá um sorphirðu í sveitarfélaginu þ.e.a.s. tæma sorpílát í þéttbýli og dreifbýli og koma því á urðunarstað. Jafnframt að sjá um starfsemi sorpflokkunarstöðvar og umhirðu með gámasvæðinu sem staðsett er við Búðaröxl.

 

Gildistími samnings er frá 01. desember 2017 til 01. september 2027 eða í 10 ár. Meðfylgjandi eru myndir frá undirritun samningsins en fyrir hönd Vopnafjarðarhrepps undirritaði Ólafur Áki sveitarstjóri samninginn og Steineyjar Eyjólfur Sigurðursson. Viðstaddur var Stefán Guðnason sem unnið hafði að gerð útboðsgagna viðvíkjandi málið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir