Kveðjumessa sr. Stefáns Más nk. sunnudag

29.09 2017 - Föstudagur

Messað verður í Vopnafjarðarkirkju nk. sunnudag 01. október kl. 14:00. Er messan merkileg fyrir þær sakir að þar mun þjóna fyrir altari sr. Stefán Már Gunnlaugsson sem þar með kveður söfnuð sinn eftir 10 ára þjónustu. Stefán Már getur með stolti horft yfir farinn veg því starfið var í hans tíð blómlegt og full ástæða til að ætla að Vopnfirðingar fjölmenni til messu til að kveðja prest sinn.

 

Kirkjukór Hofs- og Vopnafjarðarkirkju syngur undir stjórn organistans og stjórnanda síns Stephen Yates og sem fyrr greinir þjónar fyrir altari og prédikar sr. Stefán Már. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu. Eru allir hjartanlega velkomnir.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir