Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Vopnafjarðar

09.10 2017 - Mánudagur

Undirritaður hefur verið samningur milli Vopnafjarðarhrepps og  Vökvaþjónustu Kópaskers um lagningu ljósleiðara um dreifbýli Vopnafjarðar. Gert er ráð fyrir að lokið verði við áfanga verksins  fyrir nk. áramót sem er um 35 % af heildarverkinu. Markmiðið er að ljúka við verkefnið í heild á árinu 2018. Verkefnið byggir á að  um 75 aðilar verði tengdir við ljósnet.

Kostnaður við verkið í heild er um 90 milljónir og þar af hlutur sveitarfélagsins áætlaðar  um 35 milljónir. Styrkur frá  stjórnvöldum nam um 29, 3 milljónum. Stefán Guðnason hjá Bílum og vélum hefur aðstoðað sveitarfélagið við samningsgerð  við verktaka.

Meðfylgjandi eru myndir frá undirritun samningsins þar sem Ólafur Áki sveitarstjóri undirritaði fyrir hönd Vopnafjarðarhrepps og Eyþór Margeirsson f.h. verktakans.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir