Vinavika á Vopnafirði

11.10 2017 - Miðvikudagur

Vinavika á Vopnafirði hefur staðið yfir frá laugardeginum 07. október sl. þegar boðið var til bíós í safnaðarheimilinu. Svörun barna og unglinga var góð og skemmtu þau sér vel. Vinavikan nú sem fyrr hefur haft upp á margt að bjóða en viðburðinum stýrir Þuríður Björg W. Árnadóttir starfandi æskulýðsfulltrúi sóknarinnar. Sunnudagaskóli var daginn eftir, Vinagangan sl. mánudag og í gær var komið að kærleiksmaraþoni. Þá ganga ungmennin hús úr húsi og bjóða aðstoð sína við heimilisverkin, færa gjafir og kærleiksstrauma – ásamt bílaþvotti.

 

Áfram er haldið í dag og á morgun en Vinavikan er einstaklega jákvætt og fallegt framlag æskulýðsfélags Hofssóknar, Kýros, til samfélagsins en félagið stendur að viku vina í 7unda sinn. Þau sem leiddu Vinavikuna fyrir 7 árum eru flogin í veg en blómlegt starfið tryggir að aðrir fylli í raðirnar og verður vonandi svo áfram um ókomin ár.

 

Meðfylgjandi eru myndir af fésbókarsíðu Vinaviku og vonar tíðindamaður að framferðinu verði vel tekið, þ.e. myndabirtingin. Myndirnar eru bæði fínar og lýsandi fyrir það sem í gangi hefur verið. Eina á tíðindamaður er björt ungmenni sótt´ ann heim og buðust til að létta undir með honum og spúsu hans – fallegt boð og mynd þótti við hæfi að launum.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir