Kjörskrá vegna prestskosninga í Hofsprestakalli

19.10 2017 - Fimmtudagur

Frá og með morgundeginum 20. október hefur verið opnað fyrir prestkosningu í Hofsprestakalli þar sem Þuríður Björg Wiium Árnadóttir er ein í kjöri. Kosningin er rafræn og mögulega þykir einhverjum það flækja málin – og ekki hafa allir aðgengi að tölvu. Þeir þurfa aðstoð og er óskandi að allir kjörgengir eigi þess kost að kjósa en þótt Þuríður Björg sé ein í kjöri þarf hún atkvæði íbúa, meirihluta greiddra atkvæða eins og það er skilgreint. Meðfylgjandi eru nánari upplýsingar fengnar á heimasíðu kirkjunnar, www.kirkjan.is

 

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur á grundvelli laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum og með vísan 15. gr. starfsreglna um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016, með síðari breytingum, ákveðið að fram fari almenn prestskosning í Hofsprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi. Kosningin verður rafræn og stendur frá kl. 12:00 þann 20. október 2017 til kl. 12:00 þann 3. nóvember 2017.

 

Einn er í kjöri, Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, mag. theol.

 

Sé aðeins einn umsækjandi í kjöri telst hann kjörinn hljóti hann meirihluta greiddra atkvæða, sbr. 21. gr. starfsreglna nr. 144/2016.

 

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur, í samræmi við starfsreglur nr. 144/2016 lagt fram kjörskrá vegna almennra prestskosninga í Hofsprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi. Á kjörskrá eru 488.

 

IMG_6026.JPGSá sem telur sig eiga að vera á kjörskrá getur kannað á þar til gerðu vefsetri hvort nafn hans er á kjörskrá. Við aðgang að vefsetrinu skal nota rafræn skilríki eða Íslykil Þjóðskrár Íslands, sjá upplýsingasíðu um kosninguna.

 

Unnt er að gera athugasemdir við kjörskrá eftir framlagningu hennar. Kjörstjórn skal þegar taka til meðferðar athugasemdir sem henni berast vegna kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar á henni. Athugasemdir vegna kjörskrár sem berast kjörstjórn eftir kl. 12:00 þann 17. október 2017 verða ekki teknar til meðferðar, sbr. 3. mgr. 17. gr. starfsreglna nr. 144/2017.

 

Unnt er að senda athugasemdir vegna kjörskrár á netfangið kirkjan@kirkjan.is. Allar nánari upplýsingar veitir Hanna Sampsted í síma 528-4000.

 

Ákvörðun kjörstjórnar um leiðréttingu á kjörskrá má skjóta til yfirkjörstjórnar þjóðkirkjunnar.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir