Enn dregst opnun Selárlaugar

20.10 2017 - Föstudagur

Athygli er vakin á að frekari dráttur verðiur á opnun Selárlaugar en til stóð að opna laugina fyrir gestum í dag. Verða sundlaugargestir að sýna frekari þolinmæði en vonast er til að hægt verði að leysa upp komið vandamál í dag sem þýðir að laugin verður tilbúin á sunnudag fremur en á morgun. Það er auðvitað miður að staðan skuli vera með þessum hætti en ekki verður við öllu séð þótt ávallt reyni starfsmenn sitt ýtrasta til að tryggja að þjónustan sé í lagi.

Um leið og fyrir liggur hvenær Selárlaug er tilbúin mun það verða tilkynnt hér.

-Fulltrúi
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir