Vetur genginn í garð

23.10 2017 - Mánudagur

Vetur heilsaði síðastliðinn laugardag og allt fram til 19. apríl nk. mun hann ríkja skv. almanakinu. Sumarið var rysjótt, byrjaði undur vel, millikaflinn lengstum undir meðallagi  en seinni partur góður. Það sem við köllum öllu jafna haust, september-október, hefur innihaldið lengstu góðviðriskaflana og kemur sem uppbót á sumar sem var undir væntingum en öllu jafna er talað um sumarmánuðina sem júní, júlí og ágúst. Þeir mánuðir eru allténd hásumar og sá tími sem við gerum alltaf mestar væntingar og þrár til, frí og ferðalög einkum bundin við þann tíma. Þá kemur meirihluti ferðamanna sem landið sækja heim þótt mikil breyting hafi átt sér stað, einkum hvað varðar suð-vesturhornið og Suðurland.

 

Þegar horft er til komandi daga, til sunnudagsins 29. er útlit fyrir milt veður og rauðar tölur. Framhald er á því milda veðri sem hér hefur ríkt og mikið vera ef frystir í þessum mánuði. Skv. Veðurstofunni er útlitið á þessa leið næstu daga:

 

Veðurhorfur á landinu

Austan 8-18 m/s, hvassast syðst. Rigning eða súld með köflum S- og A-til og talsverð rigning SA-til fram eftir morgni, en annars þurrt að kalla. Lægir síðan og dregur úr vætu, fyrst S-lands.

 

Austurland að Glettingi

Austan 5-10 m/s og lítilsháttar rigning eða súld, en 8-13 á morgun. Dregur úr vindi í annað kvöld. Hiti 3 til 8 stig.

 

Veðurhorfur á landinu næstu dagaIMG_0373.JPG

 

Á miðvikudag: Norðaustan 5-10 m/s og dálítil rigning N- og A-til, en annars bjartviðri. Hægari vindur um kvöldið. Hiti 2 til 7 stig.

 

Á fimmtudag:

Vestlæg átt 5-10 og skýjað sunnan- og vestanlands, hægari vindur og bjartviðri austantil. Hlýnar heldur í veðri.

 

Á föstudag:

Vestan 8-13 og rigning eða súld um landið vestanvert en þurrt að kalla austanlands. Hiti 4 til 9 stig.

 

Á laugardag og sunnudag:

Vestlæg eða breytileg átt, og dálítil rigning með köflum sunnan- og vestanlands en léttskýjað um landið austanvert. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast á Suðurlandi.

 

Hugleiðingar veðurfræðings

Strekking austlæg átt og fremur vætusamt SA-til á landinu fram undir hádegi, en mun úrkomuminna annars staðar. Lægir og dregur úr vætu um og eftir hádegi, fyrst um landið sunnanvert. Norðaustan kaldi á morgun, dálítil rigning eða súld norðan- og austantil, en yfirleitt þurrt um landið SV-vert. Milt í veðri, hiti víða 3 til 10 stig, hlýjast syðst.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir