Kosið til Alþingis í dag

28.10 2017 - Laugardagur

Í dag ganga Íslendingar að kjörborði þegar kosið er til Alþingis. Kjörfundur hófst kl. 10:00 í félagsheimilinu Miklagarði og verður hægt að kjósa til kl. 18:00.


Um er að ræða 23. skipti frá stofnun lýðveldiisins sem Íslendingar kjósa til Alþingis. Níu stjórnmálaflokkar bjóða fram á landsvísu að þessu sinni. Þeir níu flokkar sem bjóða fram á landsvísu eru Sjállstæðisflokkur, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn, Píratar, Viðreisn, Miðflokkurinn, Björt framtíð og Flokkur fólksins.


Auk þess býður Alþýðufylkingin fram í tveimur kjördæmum og Dögun í einu.


Á kjörskrá eru 248.502 einstaklingar, samkvæmt kosningavef dómsmálaráðuneytisins og í framboði eru 1.222 einstaklingar.


Alls eru 123.833 karlar á kjörskrá en 124.669 konur. Af kjósendum er 13.461 með lögheimili erlendis.

Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir