Framkvæmdir á lóð Brekkubæjar - malbikun

30.10 2017 - Mánudagur

Á lóð leikskólans Brekkubæjar hafa framkvæmdir staðið yfir með hléum í sumar og haust. Til grundvallar lá hönnun landslagsarkitektsins Dagnýjar Bjarnadóttur. Hefur lóðin tekið miklum breytingum og mun ungum nemendum leikskólans án efa líka vel umskiptin. Keypt hafa verið leiktæki í stað þeirra sem tekin voru niður, m.a. kastalinn sem um árabil setti svip á umhverfið.

 

PA239770.JPGÍ liðinni viku voru malbiksmenn að norðan mættir með tól sín og tæki. Voru allir stígar lagðir malbiki auk annarra verka sem inna þurfti af hendi, m.a. þar sem áður var hraðahindrun á Lónabrautinni. Í stað þeirrar sem tekin var er komin önnur hellulögð og gatan þar þrengd sunnan skólasvæðis og önnur að norðan. Þarf tæplega að orða það en þess er vænst að íbúar fari með gát um svæðið á milli hindrana sem rammar inn skólasvæðið með skóla til hvorrar handar ásamt íþróttahúsi sveitarfélagsins á aðra hönd við hlið grunnskólans. Má alltaf vænta þess að um svæðið, þar með talin gatan, fari krakkar á skólatíma og meðan æfingar fara fram í íþróttahúsinu.

 

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af milbikunarframkvæmdum mánudaginn 23. október sl.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir