Lokað tímabundið fyrir vatnið í þéttbýlinu

31.10 2017 - Þriðjudagur

Athygli íbúa Vopnafjarðarkauptúns er vakin á að vegna vinnu við vatnskerfi sveitarfélagsins verður lokað fyrir vatnið í þéttbýli Vopnafjarðar í kvöld, miðvikudaginn 01. nóvember milli kl. 20:00 og miðnættis.

Fólk er beðið um að hafa lokað fyrir alla krana húss síns, þ.e. að gæta þess að skrúfa fyrir krana því ellegar gæti vatnstjón hlotist af þegar opnað er fyrir vatnið að nýju.

Athygli er ennfremur vakin á að sökum vinnu við vatnskerfið mun íþróttahúsið loka kl. 19:30, þ.e. í kvöld. Eru gestir beðnir um að hafa þetta í huga en án vatns er ekki gerlegt að halda íþróttahúsinu opnu.

-Þjónustumiðstöð/fulltrúi
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir