Þuríður Björg W. Árnadóttir kjörin prestur Hofsprestakalls

08.11 2017 - Miðvikudagur

Atkvæði hafa verið talin í kjöri til embættis sóknarprests Hofsprestakalls Austurlandsprófastsdæmis svo greint er frá á heimasíðu kirkjunnar, www.kirkjan.is Kosningin var rafræn og fór fram dagana 20. október til 03. nóvember sl. Á kjörskrá voru 488 og nýttu 236 kosningarréttar síns eða 48,36%.

 

Einn var í kjöri, mag.theol. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sem hlaut 233 atkvæði eða 98,73%. Þrír tóku ekki afstöðu. Er full ástæða til að óska Þuríði Björgu til hamingju með kjörið og ósk um velfarnað í starfi. Kosningin er sú fyrsta full rafræna innan kirkjunnar. Má leiða að líkum að við hefðbundið form kosninga hefði þátttakan verið meiri en niðurstaðan, hátt í 99% stuðningur, endurspeglar viðhorf Vopnfirðinga til prests síns sem kemur til starfa sem slíkur innan skamms.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir