50 ára afmæli skóla við Lónabraut

16.11 2017 - Fimmtudagur

Á vefsíðu Vopnafjarðarskóla www.vopnaskoli.is er frá því greint að er skólastarfið brotið þessa dagana, miðvikudag til og með föstudag 15.-17. nóvember með þemavinnu. Tilefnið er að 50 ár eru síðan, þ.e. árið 1967, var skólastarfið fært frá fallega barnaskólanum við Kolbeinsgötu í  glæsilega byggingu við Lónabraut. Þá byggingu hannaði og teiknaði Sigvaldi Thordarson arkitekt frá Ljósalandi. Byggingin kallast nú gamli skóli til aðgreiningar frá nýbyggingu skólans sem tekin var í notkun árið 2000.

 

Af þessu merka tilefni er þess óskað að fólk sem kann að eiga í fórum sínum myndir og muni frá skólastarfi á þessum árum eða veit af slíku að láta skólafólk vita. Sérstaklega er auglýst eftir myndum frá vígslu skólans 1967.

 

Þá er Vopnfirðingum boðið í afmæli og kaffiveislu á morgun, föstudaginn 17. nóvember milli kl. 13.30-15:00.

 

Undir bréfið rita nemendur og starfsfólk Vopnafjarðarskóla
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir