Hanna Hallgrímsdóttir vann sigur á Bikarmótinu í fitness

21.11 2017 - Þriðjudagur

Öllu jafna er fitness, sem skilgreinist sem líkamshreysti, ekki til umfjöllunar á heimasíðu Vopnafjarðar. Undantekningin sannar mögulega regluna en um liðna helgi fór fram Bikarmótið í fitness í Háskólabíói. Um 90 keppendur stigu þar á svið og sjá mátti fjölmörg ný andlit meðal keppenda sem voru að stíga sín fyrstu spor á sviði. Í þeim hópi var Hanna Hallgrímsdóttir sem búið hefur um árabil á Vopnafirði. Á sínu fyrsta móti vann Hanna glæstan sigur og kemur heim sem sigurvegari en þótt sigur hefði ekki unnist felst í þátttökunni gríðarstórt skref að stíga.

 

Tíðindamanni er málið skylt og hann veit sem er að það er minnihluti sem hefur almennan áhuga fyrir keppni sem þessari. Engu að síður er sá hópur sem stundar líkamsrækt – með það fyrir augum að líða betur líkamlega og andlega – æði stór hvort sem horft er til Íslands eða á heimsvísu og fer stöðugt stækkandi. Gróflega má áætla að 5-10% þeirra sem mæta í ræktina hafi áhuga fyrir líkamsrækt sem keppnisgrein, að bróðurparturinn hafi einungis áhuga á eigin velferð og er hið eðlilegasta mál.

 

Hanna Há Modelfitness 181117 - 4.jpgKeppti Hanna í keppnisgrein sem nefnist Modelfitness +35 ára og skilgreinist: Í megindráttum eru áherslur dómara þær að í samanburði við fitnessflokka er mun minni áhersla er lögð á vöðvamassa og skurði og horft er sérstaklega til fegurðar. Leitað er að keppendum sem bera það með sér að vöxturinn sé tilkominn vegna íþróttaiðkunar, limaburður fallegur og sýnt er fram á hæfileika til fyrirsætustarfa. Keppendur eiga að sýna fram á fallega kvenlega líkamsbyggingu, hóflega stæltan sem og fallega tónaðan og samræmdan vöxt. Húðlitur sé hóflega brúnn, ekki of dökkur.

 

Ofangreint þótti Hanna uppfylla öðrum betur í keppnisflokki +35 ára og kemur heim með bikartitil sinn. Hefur litla líkamsræktin í íþróttahúsinu eftirminnilega sannað gildi sitt en þess má geta að Hanna æfir undir handleiðslu Sigurðar Gestssonar eins alfremsta líkamsræktarþjálfara landsins og annar tveggja framkvæmdastjóra fitnessmótanna. Þess má geta að dómari dæmir ekki þegar hann á keppanda á sviðinu. Í flokki Hönnu voru keppendur 6, meðal þeirra margreyndir keppendur. 

Á myndinni til hliðar er Hanna ásamt helsta keppinauti sínum, Nadja Nikita Ósk Rjabchuk.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir