Lokað í dag í Selárlaug og safnstöð

24.11 2017 - Föstudagur

Athygli íbúa Vopnafjarðar er vakin á að lokað er í dag, föstudaginn 24. nóvember, í Selárlaug og safnstöð sveitarfélagsins. Fer saman að veður er óblítt og aðstæður til aksturs afleitar, slæmt skyggni og ófærð. Að vanda gera starfsmenn þjónustumiðstöðvar sitt ítrasta til að halda götum í þéttbýli Vopnafjarðar opnum en eigi fólk ekki brýnt erindi er viturlegt að halda ró sinni heima fyrir.

 

-Fulltrúi
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir