Innsetningarmessa sunnudaginn 26. nóvember

25.11 2017 - Laugardagur

Á morgun, sunudaginn 26. nóvember næstkomandi kl. 20:00 – athuga breyttan tíma – verður innsetningarmessa í Vopnafjarðarkirkju. Sr. Davíð Baldursson prófastur Austurlandsprófastsdæmis setur sr. Þuríði Björgu W. Árnadóttur formlega inn í embætti sóknarprests Hofsprestakalls. Um hátíðarviðburð er að ræða, Vopnfirðingar eru að fá nýjan sóknarprest og munu án efa fagna með nærveru sinni.

Sóknarnefndir bjóða upp á kaffiveitingar að lokinni messu.

Allir hjartanlega velkomnir.

Fer vel á að birta mynd af Þuríði Björgu ásamt Stefáni Má sem hér þjónaði um árabil.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir