Svo kom vetur

30.11 2017 - Fimmtudagur

Líkt og spáð hafði verið í öndverðri liðinnar viku myndi yfir landið ganga veður sem kynna að setja samgöngur úr skorðum, hafa umtalsverð áhrif á líf okkar og fyrirætlanir. Það gekk eftir. Vopnfirðingar fóru ekki varhluta af, blés hann hvössum vindi úr norðri með tilheyrandi ofankomu. Starfsmenn hreppsins voru uppteknir við vinnu frá morgni til kvölds þá daga sem verst lét og héldu götum opnum. Á heiðum uppi gekk svo mikið á að ófært var á Norður- og Norðausturlandi í 2-3 daga. Hafði veturinn minnt á sig.

 

Dagana 25. og 27. nóvember sl. rölti heimildarmaður með myndavélina og myndaði umhverfið. Meðfylgjandi er myndafjöld. Myndmálið þarf engin orð til að frásagnar en er engu að síður hnitmiðaðri í frásögninni en textinn, jafnvel þótt gripið sé til stílbragða.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir