Ný persónuverndarlöggjöf – sveitarfélög skipi persónuverndarfulltrúa

28.12 2017 - Fimmtudagur

Austurglugginn greinir frá að sveitarfélög austfirsk sem önnur reyni nú að átta sig á áhrifum og umfangi nýrrar persónuverndarlöggjfar sem tekur gildi á Íslandi á næsta ári. Stofnanir þurfa að vera að vera í stakk búnar að bregðast skjótt við þegar einstaklingar vilja nálgast upplýsingar um sig. Ber sveitarstjórnarfólki saman um að mikið verkefni sé að ræða sem Samband íslenskra sveitarfélaga leiðir.

 

Skrifað var undir löggjöfina á vettvangi Evrópusambandsins í fyrra en hún tekur gildi þann 25. maí nk. sem er líklega daginn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Ekki liggur fyrir endanleg útfærsla en hvert ríki hefur val um hvernig það hyggist vinna úr löggjöfinni. Um tímamót er að ræða og felst m.a. í að einstaklingar hafa meiri rétt til upplýsingagjafar bæði hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum. Er sveitarfélögum gert að skipa sér persónuverndarfulltrúa, annars vegar til að veita einstaklingum ráðgjöf, hins vegar til að tryggja að farið sé að reglum. Fyrir þann sem í hlutverkið velst bíður hans það vandasama verkefni að þekkja löggjöfina öðrum betur.

 

P9149220.JPGFramundan er söfnun upplýsinga, m.a. innan skólastofnana og meðhöndlun þeirra og varðveisla. Málið er vandmeðfarið enda hefur sambærileg löggjöf persónuverndar ekki verið til áður en með hinni nýju löggjöf er verið að herða á mörgum þáttum. Í frétt Austurgluggans er rætt við Gunnar Jónsson staðgengil bæjarstjóra Fjarðabyggðar og frá því greint að Fljótsdalshérað hafi samþykkt að skipa starfshóp um innleiðingu reglnanna í hverjum sitja fræðslu-, félags- og skrifstofustjóri ásamt umsjónarmanni tölvumála og fulltrúi kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn.

 

Fram kemur að allir vinnustaðir yfir tiltekinni stærð þurfi að undirgangast nýjar kröfur. Hópnum er ætlað að yfirfara sviðið sem felst auk annars að yfirfara persónuupplýsingar hjá sveitarfélaginu og leggja fram tillögur um verklag í samræmi við nýjar kröfur. Með hinni nýju löggjöf þarf að vanda skráningu persónuupplýsinga frá upphafi og innleiða almennt meiri vitund starfsmanna um persónuvernd. 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir