Hjúkrunarheimilið Sundabúð leitar hjúkrunarfræðings

04.01 2018 - Fimmtudagur

Hjúkrunarheimilið Sundabúð óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa. Mun viðkomandi leysa af deildarstjóra hjúkrunar fyrstu 10 mánuðina. Um er að ræða 80 % stöðu í vaktavinnu sem veitist frá 1. mars 2018 eða eftir samkomulagi.

 

Hjúkrunarfræðingur sinnir almennum hjúkrunarstörfum á hjúkrunardeild og sem deildarstjóri ber hann ábyrgð á að starfað sé samkvæmt markmiðum heimilisins og lögum og reglugerðum og tekur virkan þátt í breytinga- og þróunarstarfi sem fer fram á deildinni.

 

Hjúkrunarheimilið Sundabúð er með 10 hjúkrunarrými, eitt sjúkra- og endurhæfingarrými og  eitt dagvistarrými. Samkvæmt samningi við Velferðarráðnuneytið er heimahjúkrun í sveitarfélaginu sinnt af starfsfólki hjúkrunardeildarinnar. Félagslegri heimaþjónustu er einnig stjórnað frá deildinni.

 

Umsækjandi skal hafa fullgilt íslenskt hjúkrunarleyfi, lögð er áhersla á samviskusemi, jákvæðni og góða samskiptahæfileika.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Nánari upplýsingar veitir Emma Tryggvadóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 470 1240 og emma@vopnafjardarhreppur.is

 

Umsóknarfrestur er til 25.janúar næstkomandi.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir