Þorrablót Vopnfirðinga

16.01 2018 - Þriðjudagur

Í fornu íslensku tímatali var þorri fjórði mánuður vetrar. Hann hefst á föstudegi í 13. viku vetrar eða á tímabilinu 19.–25. janúar. Næstkomandi föstudag 19. jarnúar er bóndadagur svo sem fyrsti í þorra er gjarnan nefndur og þýðir einungis eitt, daginn eftir er þorrablót Vopnfirðinga. Má gera ráð fyrir að þétt verði bekkurinn skipaður í félagsheimilinu en ef það er einhver viðburður sem fólk almennt bíður eftir er það þorrablótið. Í dag kl. 16:00 opnar miðasalan í anddyri Miklagarðs og leikur ekki vafi á að þá verði þegar mættur álitlegur hópur fólks til miðakaupa en þótt mætt sé snemma verður enginn greinarmunur gerður á betri og almennum sætum! 

Þorrablót 2018

Hið árlega þorrablót Vopnfirðinga verður haldið laugardaginn 20. janúar nk. í félagsheimilinu Miklagarði og hefst með borðhaldi kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:30.

 

Að borðhaldi loknu taka Hlynur Ben og hljómsveit við og leika fyrir dansi fram á nótt. Þá verður tekið til við að tvista!

 

Miðaverð á þorrablótið verður 8.000 krónur eða 1.000 kr. lægra verð en á sl. ári. Miðasala fer fram í Miklagarði:

Þriðjudaginn 17. janúar milli kl. 16:00 – 18:00

Miðvikudaginn 18. janúar milli kl. 16:00 – 18:00

 

Fyrirkomulag miðasölu verður með sama hætti og undanfarin ár og er posi verður á staðnum.Þorrablót - Árni Björnsson.jpg

Að venju gildir hið forkveðna, fyrstir koma - fyrstir fá.

Eins og öllum er kunnugt er óheimilt að koma með áfengi í húsið.

Til sölu verða léttvín og bjór á sanngjörnu verði fyrir þorrablót kl. 19:30-20:00. Þ.e. Happy Hour. Bollan verður samt á sínum stað.

 

Aðeins að sögulegri frásögn. Fyrsti dagur þorra er sums staðar á landinu nefndur bóndadagur og þá er sagt að húsfreyja eigi að gera sérstaklega vel við bónda sinn.

 

Þorrablót urðu ekki almenn á ný fyrr en á seinni hluta 19. aldar en þá tóku ýmis félög að halda þorrablót. Nú eru þorrablót mjög almenn og gefa tilefni til skemmtunar í skammdeginu um leið og þau minna Íslendinga á fornar rætur í íslenskri menningu. Á þorrablótum blóta menn þorra með því að syngja ættjarðarsöngva og snæða íslenskan mat eins og síld, harðfisk, hákarl, hvalkjöt, súrt hvalrengi, slátur, sviðahausa, súrsaða hrútspunga, hangikjöt og laufabrauð.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir