Vetrarveður framundan – þorri heilsar

19.01 2018 - Föstudagur

Í spákortum Veðurstofu Íslands fyrir næstu viku er vetrarveðurs að vænta og þarf ekki að koma á óvart verandi mitt inn í janúar. Í dag er samkvæmt forna tímatalinu bóndadagur sem markar byrjun þorra en hann er merkilegur fyrir þær sakir að vera sá mánuður sem enn á sér stað í hugum okkar þökk sé einkum þorrablótshefð þjóðarinnar. Gera má ráð fyrir að kaldir vindar hafi oft blásið á þessum árstíma á Fróni og samkvæmt Veðurstofunni má jafnvel gera ráð fyrir leiðindaveðri í næstu viku en er aftur á móti ágætt í dag og á morgun.

 

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt, 8-15 m/s, hvassast NV-til. Sjókoma eða él á N-verðu landinu, en bjartviðri syðra. Bætir í vind V-til með kvöldinu. Frost yfirleitt 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Lægir heldur og léttir víða til á morgun, en áfram dálítil él nyrst og kólnar í veðri.

 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Norðan 8-13 m/s NV-lands framan af degi, en annars hæg breytileg átt. Él á N-verðu landinu, en bjart að mestu syðra. Frost 2 til 12 stig, kaldast í uppsveitum.

 

Á sunnudag:IMG_9678.JPG

Gengur í austan 13-20 m/s með slyddu eða snjókomu á SA-verði landinu, hvassast syðst, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti kringum frostmark við S-ströndina, en annars talsvert frost.

 

Á mánudag:

Allhvöss eða hvöss norðaustanátt með slyddu eða snjókomu, en þurrt að mestu SV-lands. Heldur hlýnandi veður í bili.

 

Á þriðjudag og miðvikudag:

Útlit fyrir hvassar norðanáttir með ofankomu, en lengst af úrkomulítið sunnan heiða. Áfram kalt í veðri.

 

Á fimmtudag:

Dregur líklega úr vindi og rofar til, en áfram kalt í veðri.

 

Hugleiðingar veðurfræðings

Þokklegasta vetrarveður í upphafi helgarinnar: norðankaldi í dag með ofnakomu eða éljum norðan- og austanlands, en annars bjartviðri og nokkuð frost um land allt. Lægir víða á morgun og léttir til, en kólnar. Á sunnudagsmorgni nálgast allkröpp lægð sunnan úr hafi og gengur þá í austanstorm með slyddu eða snjókomu syðst á landinu þegar líður á daginn. Í spákortum næstu viku sést bara leiðindavetrarveður og ekki orð um það meir. Því er þó við að bæta að óháð veðri og veðurspám munu Vopnfirðingar koma saman til skemmtunar annað kvöld á þorrablóti sínu og munu þá sem endranær skemmta sér konunglega. Ekki er farið af stað fyrir minna, tilgangurinn helgar jú meðalið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir