Meira af 690 Vopnafjörður

29.01 2018 - Mánudagur

Frá því var greint þann 23. janúar sl. að í þeirri viku skyldi heimildarmyndin 690 Vopnafjörður verða sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni FIPA í Frakklandi. Er gleðilegt að greina frá því að myndin vakti athygli og lofsverða gagnrýni. Í næsta mánuði fer myndin vestur um haf á heimildarmyndahátíðina BIG SKY í Missoula í Montana í Bandaríkjunum og er ein 10 mynda sem keppir um titilinn besta heimildarmyndin. Það eitt að komast inn á hátíðina er frétt en að ná því marki að berjast um þessa vegtyllu er stórfregn.

 

Heimildarmyndahátíðin BIG SKY í Missoula er sú 15da í röðinni en hátíðina sækja heim yfir 20 þúsund gestir frá öllum heimshornum. Að meðaltali eru um 150 kvikmyndir kynntar á hátíðinni en fæstum hlotnast sá heiður að keppa um titilinn sem besta heimildarmyndin. Þátttaka á hátíðum sem þessum er engan veginn sjálfgefin, þvert á móti þarf mikið fyrir því að hafa að komast inn á þær og er FIPA glögg dæmi þar um en til hátíðarinnar berast um 1200 umsóknir árlega en 10% hljóta náð fyrir augum stjórnar. Er það til marks um snilli Körnu Sigurðardóttur aðalhöfund 690 Vopnafjörður að myndin fer svo víða, afburðavel gert.690 Vopnafjörður 5.jpg

 

Þarf ekki að orðlengja að sú kynning sem litla sveitarfélagið á norðausturhorni Íslands fær gerir allan samanburð á fyrri kynningum fráleitt óraunhæfan. Það er ánægjulegt að velta vöngum yfir að um leið og Vopnafjörður er miðdepill kynningar er Ísland til kynningar og að þessu sinni er það ekki suðvesturhornið sem málið varðar heldur gagnstætt horn landsins.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir