Himinn og jörð

12.02 2018 - Mánudagur

Mikið hefur gengið á í veðrahvolfinu yfir Íslandi sl. daga, vikur raunar. Hafa fréttir stóru fjölmiðlanna mótast af tíðarfarinu syðra en það sem af er nýári hefur hver lægðin af annarri herjað á landið með tilheyrandi veðurhæð takmörkuðu skyggni og ófærð. Svo virðist sem fæstir sýni fyrirhyggju þegar veður versnar með því í fyrsta lagi að kynna sér veðurspána og í annan stað að leggja fyrr til vinnu/skóla eða notast við almenningssamgöngur. Afleiðingar fyrirhyggjuleysisins er kerfinu ofviða og ferð sem öllu jafna tekur 15-20 mínútur tekur allt að 2 klukkustundir – komist fólk yfir höfuð á leiðarenda. Við búum sannarlega betur í litlu samfélagi og fögnum því sjálfsagt flest þegar fréttir berast af vandræðum í umferðinni syðra að búa einmitt á litlum stað og þykjumst jafnvel sannfærð um að flestir ráði ekkert við að keyra í (smá) snjó!

 

Töluverður veðurhamur lagðist yfir austurhluta lands – og víðar - aðfaranótt laugardagsins og hélt okkur við efnið fram að hádegi. Blaut ofankoman fór hratt yfir í hvössum vindinum og aðstæður til aksturs erfiðar, þungur snjórinn háll og gaf ekki auðveldlega eftir. Sjálfsagt var það einkum fyrir hæfni ökumanna að allt gekk að óskum uns starfsmenn þjónustumiðstöðvar tóku til við að hreinsa götur þéttbýlisins um eftirmiðdaginn.IMG_1871.JPG

 

Á heimasíðu Veðurstofunnar segir fremur hægan vind og sums staðar él sunnan og vestantil á landinu í dag, en víða bjart norðan- og austanlands. Vaxandi lægð nálgast landið úr suðri og fer vestur yfir landið í nótt og á morgun með austan hvassviðri eða stormi og snjókomu víðast hvar á landinu, en slyddu við suðaustur og austurströndina. Lægir talsvert þegar líður á morgundaginn, fyrst fyrir austan, en hvessir aftur á miðvikudag þegar næsta lægð nálgast landið.

 

Meðfylgjandi myndafjöld er annars vegar frá 3ja degi febrúarmánaðar þegar himininn var ægifagur glitskýjum skreyttur, meginþorri mynda frá bæjarrölti tíðindamanns í gær.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir