Öskudagurinn – dagur allra barna

14.02 2018 - Miðvikudagur

Dagurinn í dag er dagur allra barna á öllum aldri, öskudagurinn sjálfur og er óskandi að öll börn njóti hans til fullnustu. Sá sem þetta ritar á dásemdar minningar frá æskuárunum á Akureyri en bærinn sá hefur löngum verið höfuðvígi öskudagshátíðarhalda. Önnur bæjarfélög hafa löngu tekið upp háttu norðanmanna en ekki kom til greina að skóli væri starfræktur þennan dag nyrðra heldur var mætt í bítið til þess að gera sig kláran fyrir daginn - og snemma var rölt af stað og voru engir foreldrar til þess að aka með börnin á milli staða á þeim árum!

 

IMG_4735.JPGSkólinn er að sjálfsögðu þungamiðja viðburða dagsins á Vopnafirði en skólastjórnendur tóku þá skynsömu ákvörðun á sínum tíma að hefja daginn í íþróttahúsinu í stað þess að enda daginn þar því þá fengu krakkarnir tækifæri á að láta fallega öskudagsbúningana að njóta sín. Ennfremur er það til fyrirmyndar að allir eiga samleið, enginn er skilinn útundan sem börn víða hafa án efa reynt. Tíðindamaður mætti eins og ávallt tímalega í íþróttahúsið til að mynda herlegheitin og á morgun birtist afraksturinn sem gefur nokkuð glögga mynd af deginum á Vopnafirði.

 

Meðfylgjandi myndir eru frá öskudegi síðastliðins árs.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir