Myndmál öskudagsins

15.02 2018 - Fimmtudagur

Öskudagurinn leið áfram með velþóknun barna á öllum aldri en eins og ávallt hefur verið var þáttur Vopnafjarðarskóla stærstur. Byrjar dagurinn á samveru í íþróttahúsinu hvar kötturinn er sleginn úr tunnunni, tunnunum raunar þar eð þær eru tvær. Gekk það óvenju hratt fyrir sig að þessu sinni en svona er þetta stundum, í öðrum tilfellum er á tunnunum hamast ungviðið með litlum árangri lengi vel. Að samveru lokinni var haldið yfir í skóla áður en lagt var í hann, rölt um bæinn og góðgæti þegið í kjölfar söngs. Síðar um daginn var svo öskudagsskrall í félagsmiðstöðunni.

Tunnukóngar Vopnafjarðarskóla árið 2018 eru Stefán Árni Kristinsson og Freyr Þorsteinsson og prýða forsíðumynd fréttar.

 

Meðfylgjandi myndafjöld er frá viðburðinum í íþróttahúsinu og heimsókn hópa á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps. 3 fyrstu myndirnar sýna snjólagið að kvöldi 13. og að morgni öskudags.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir