Lífshlaupinu lokið í ár

21.02 2018 - Miðvikudagur

Lífshlaupinu, heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, lauk í gær.  Á Vopnafirði voru nokkrir vinnustaðir og grunnskólinn meðal þátttakenda en hlaupinu er ætlað að höfða til allra aldurshópa. Það er ánægjulegt að greina frá því að Vopnafjarðarskóli hafnaði í 2. sæti grunnskóla með 3-89 nemendur en skólinn hefur ávallt staðið sig vel. Hið sama má segja um leikskólann, hafnaði Brekkubær í 3ja sæti í sínum flokki, vinnustaðir með 5-9 starfsmenn og skrifstofa Vopnafjarðarhrepps í sama flokki í því 7. Blikar ehf. voru ennfremur í þessum flokki og lentu í 14. sæti en alls skráðu sig 140 vinnustaðir í þessum flokki þótt þátttakan hafi ekki verið slík.

 

Forsaga Lífshlaupsins er að árið 2005 skipaði þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfshóp til þess að fara yfir íþróttamál á Íslandi með það að markmiði að móta íþróttastefnu. Starfshópurinn setti fram hugmyndir um mótun íþróttastefnu Íslands í skýrslunni, Íþróttavæðum Ísland, aukin þátttaka, breyttur lífsstíll.

 

Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag.

 

Lífshlaupið stendur fyrir:

Grunnskólakeppni fyrir 15 ára og yngri í tvær vikur í febrúar

Framhaldsskólakeppni fyrir 16 ára og eldri í tvær vikur í febrúar

Vinnustaðakeppni í þrjár vikur í febrúar

Einstaklingskeppni þar sem allir geta tekið þátt og skráð niður sína daglegu hreyfingu allt árið
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir