Opið hús í Jónsveri og aðalfundur Einherja

26.02 2018 - Mánudagur

Fimmtudaginn 22. febrúar sl. bauð sjálfseignarstofnunin Jónsver ses. til opins húss og sama dag hélt Ungmennafélagið Einherji aðalfund sinn. Margur nýtti sér heimboðið og leit inn í vinnustofuna og kynnti sér starfsemina og mun nýráðin verkefnisstýra Harpa Wiium fá það verk að vinna að eflingu hennar. Húsnæðið er gott og þegar þekking og reynsla af ýmiskonar verkefnum fer saman má ljóst vera að Jónsver ses getur veitt viðskiptavinum sínum margvíslega aðstoð og lausnir. Aðalfund Einherja sem haldinn var á Hótel Tanga sótti nokkur hópur fólks sem lætur félagið sig varða. Fram fór mikil umræða um stöðu félagsins í samfélaginu og þau margslungnu viðfangsefni sem tilhreyra starfi ungmenna-/íþróttafélags.

 

Jónsver hefur verið starfrækt í 13 ár en vinnustofan tók formlega til starfa þann 13. febrúar 2005. Viðskiptahugmyndin byggir á að stofnunin veiti fötluðum og öðrum sem eiga undir högg að sækja á vinnumarkaðnum atvinnu. Forsaga stofnunar vinnustofunnar er að hjónin Jón Þorgeirsson og Jónína Björgvinsdóttir höfðu um áratuga skeið rekið vinnustofu á Skógum er annaðist m.a. gerð vindpoka, flagga, viðgerðir á leðurvörum ýmiskonar við góðan orðstír. Síðan eru liðin mörg ár, 13 ár síðan Jónsver ses varð til og þótt á ýmsu hafi gengið gengur núverandi stjórn bjartsýn til verks og má fólk vita að ekkert verk er svo smátt að Jónsver vilji ekki sinna því.IMG_2203.JPG

 

Aðalfundur Einherja var með hefðundnu sniði í hverju felst að formaður flutti skýrslu stjórnar, gjaldkeri kynnti ársreikning félagsins, kjörin var ný stjórn – raunar er hún óbreytt á milli ára – ræddar lagabreytingar auk almennrar umræðu. Var fundurinn líflegur og fer stjórn félagsins af fundi með ýmislegt sem hún mun rýna nánar, allt í þeim tilgangi að bæta starfið svo sem kostur er. Byggist starfið að stórum hluta á samskiptum, samskiptum við íþróttahreyfinguna, sveitarstjórn, iðkendur, foreldra og forráðamenn, forráðamenn annarra félagasamtaka og þannig mætti lengi telja. Fram kom í máli gjaldkera að reksturinn er í járnum en rekstrargjöld voru um 20 milljónir.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir