Karlakórinn Hreimur á Vopnafirði laugardaginn 03. mars

02.03 2018 - Föstudagur

Karlakórinn Hreimur er á söngferðlagi um Austurland þessa helgina og hefur viðkomu á Vopnafirði á morgun, laugardaginn 03. mars. Tónleika heldur kórinn í félagsheimilinu Miklagarði kl. 20:30 en þessi fjölmenni kór hefur fyrir löngu öðlast þá stöðu að vera meðal bestu karlakóra landsins. Á rúmlega 40 ára ferli hefur kórinn gefið út fjölda hljómplatna, farið 9 utanferðir og sungið vítt og breitt um landið. Og er sum sé á Vopnafirði á morgun og kostar 2.500 krónur inn.

 

Karlakórinn Hreimur var stofnaður árið 1975 í Þingeyjarsýslu, hann hefur frá stofnun verið einn stærsti kór sýslunnar. Í dag er hann skipaður um 60 mönnum sem flestir koma úr Þingeyjarsýslum. Stjórnandi kórsins er Steinþór Þráinsson og undirleikari Steinunn Halldórsdóttir.

 

Efnisskrá kórsins er ákaflega fjölbreytt allt frá hefðbundnum karlakórssöng yfir í dægurlagatónlist. Á söngskrá hjá kórnum þetta kvöld eru meðal annars lög frá Vestmannaeyjum. Hress lög sem allir þekkja, skemmtilega útsett fyrir karlakór.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir