Skoðanakönnun

13.03 2018 - Þriðjudagur

Á fundi sveitarstjórnar þann 01. mars sl. lá til kynningar fundargerð samstarfsnefndar sveitarfélaga á Austurlandi dags. 16. febrúar sl. Fundargerðinni fylgjandi var skoðanakönnun sem samstarfsnefndin hyggst leggja fyrir íbúa sveitarfélaga á Austurlandi. Var á fundinum samhljóða samþykkt að leggja könnunina fyrir íbúa Vopnafjarðar. Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar var öllum íbúum 18 ára og eldri send könnunin með skilafrest til 23. mars nk. og gerir sveitarstjórn(ir) sér vonir um að svörunin verði góð.

 

Hvað varðar málið?

Um nokkurt skeið hefur verið starfandi samstarfsnend sveitarfélaga, segir í könnunni öndverðri, sem hafa nú þegar sameiginlegan rekstur félagsþjónustu og brunavarna. Skipa nefndina fulltrúar allra 8 sveitarfélaga Austurlands, f.h. Vopnafjarðarhrepps Ólafur Áki sveitarstjóri og Sigríður Bragadóttir sveitarstjórnarmaður. Með skoðanakönnuninni vill nefndin kanna hug íbúa til sameiningar og/eða aukins samstarfs sveitarfélaga. Er það mat nefndarmanna að það kunni í senn vera bæði áhugavert og gagnlegt að kynna sér viðhorf íbúa svæðisins í þessum efnum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar hinn 26. maí í vor. Austurland 2.jpeg

 

Í nýjasta tbl. Sveitarstjórnarmála kemur fram í skrifum formanns Halldórs Halldórssonar að full ástæða sé til að hafa af því áhyggjur minnkandi þátttaka kjósenda við síðustu sveitarstjórnarkosningar en þátttakan hafði minnkað um liðlega 20% milli áranna 1974 og 2014 þegar hún var einungis 66,5%. Veltir Halldór vöngum yfir hvort borgaravitund þjóðarinnar hafi farið aftur eða hvort allt of mörgum þyki ekki skipta máli hver eða hverjir séu kosnir til að fara með málefni sveitarfélags síns.

 

Sömu vangaveltur koma fram í inngangi skoðanakönnunarinnar og í ljósi þessa vill samstarfsnefndin skoða svo sem kostur er hvaða valkosti hver og einn kjósandi telur eiga best við í þessum efnum. Svara skal m.a.:

 

  • Ég vil að eftirtalin sveitarfélög verði sameinuð í eitt, þ.e. öll 8 sveitarfélög Austurlands.
  • Ef ekki full sameining, hvaða sveitarfélög skyldu þá sameinast. (Skrifa hvaða svf. viðkomandi telur ákjósanlegust til sameiningar).
  • Ég vil enga sameiningu
  • Ég vil leggja áherslu á aukna samvinnu svf.

 

Að lokum er spurt almennt um sveitarstjórnarmál en fyrr greinir varðar skoðanakönnunin íbúa sveitarfélaga á Austurlandi 18 ára og eldri og eru þeir hvattir til þátttöku enda könnunin vart marktæk verði þátttakan lakleg.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir