Sögulegt stund á sveitarstjórnarfundi

16.03 2018 - Föstudagur

Frá því var greint í gær að fulltrúar í ungmennaráði Vopnafjarðar myndu sitja fund sveitarstjórnar, var heimsókn þeirra fyrsta mál á dagskrá fundarins. Stundin var söguleg fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem ungmennaráð situr fund sveitarstjórnar en á útmánuðum síðastliðins árs var samþykkt í sveitarstjórn að ungmennaráð skyldi stofnsett. Kom ráðið saman til fyrsta fundar hinn 26. september sl. og hefur fundað þrisvar síðan að meðtöldum fundinum í gær. Og einn fund skal ráðið halda áður en vetur er úti svo sem bókað var á fundinum í gær.

 

Bókað var á fundi sveitarstjórnar undir 1. tl. í fundargerð:

 

Ungmennaráðsfulltrúar lýstu sjónarmiðum sínum á ýmsum málefnum sem þau varða og fór síðan fram samtal milli þeirra og sveitarstjórnar. Fram kom ósk um að ungmennaráð komi saman til fundar áður en vetur er úti og setji fram hugmyndir varðandi Vopnaskak sumarsins er varðar þátt ungmenna. Rætt um að kynna ungmennaráðið betur meðal íbúa sveitarfélagsins en nefndarmenn lýstu yfir ánægju sinni með vinnu ráðsins hingað til. Mætt f.h. ungmennaráðs: María Björt Guðnadóttir, Einar Gunnlaugsson, Árni Fjalar Óskarsson og Mikael Viðar Elmarsson.

 

Mun ungmennaráð koma saman til fundar eftir páska og ræða það málefni sem þau voru beðin um að taka til samtals, semja hugmyndir er varða ungmenni í dagskrá Vopnaskaks sumarsins.

 

Meðfylgjandi eru myndir af fundinum.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir