Vopnfirðingar minntir á skoðanakönnun samstarfsnefndar

21.03 2018 - Miðvikudagur

Vopnfirðingar fengu skoðanakönnun senda heim í liðinni viku og nú þegar skilafrestur er brátt úti þykir rétt að minna fólk á að svara könnuninni. Svo sem frá var greint í frétt hér þann 13. mars sl. vill samstarfsnefnd sveitarfélaga á Austurlandi kanna hug íbúa til sameiningar og/eða aukins samstarfs sveitarfélaga. Þarf ekki að orðlengja að lítil þátttaka bjagar niðurstöðuna og mjög lítil gerir hana vart marktæka.

 

Svo sagan sé sögð eins og hún er hefur nokkur hópur fólks skilað af sér svari sínu á skrifstofu sveitarfélagsins í umslagi sem greitt er af móttakanda. Þeir sem á annað borð hafa litið á könnunina vita að hún er einföld í gerð sinni og þ.a.l. fljótsvarað þótt hver og einn eigi að sjálfsögðu að ígrunda svör sín vel. En sum sé lokaskiladagur er föstudagurinn 23. mars.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir