Selárlaug býður hagstæð kort

22.03 2018 - Fimmtudagur

Sundlaugargestum Selárlaugar býðst til kaups kort á skrifstofu sveitarfélagsins en þeir sem laugina stunda reglulega spara á því umtalsverða fjármuni að höndla kort þessi. Er annars vegar um að ræða ½ árskort á 16.000 kr. og hins vegar árskort á 21.000 kr. Sundlaugin er samkvæmt sumaropnun, 15. maí – 30. september, opin alla daga, að vetri 6 daga vikunnar. Flestum mun vera kunnugt um 10 miða kort sem hafa verið í boði um árabil og kosta nú 5.000 kr.

 

Lokun vegna hátíðina og annarra frídaga eru ca. 10 dagar á ári svo opnun laugar er um 325 dagar á ári og fyrir ársmiðahafa leggst heimsóknin á 65 krónur með því að mæta alla daga. Og þó dagarnir verði 1/3 þessa þessa eða 108 kostar skiptið 195 kr. eða 28% af fullu verði. Af þessu má sjá að fyrir þann sem laugina stundar reglulega er mikið unnið með því að festa kaup á afsláttarkorti. Eldri borgarar 67 ára og eldri fá frítt í laugina og gildir hið sama um öryrkja, börn 13-15 ára greiða 350 kr. stakt gjald og gætu nýtt sér kortin einnig.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir