Fjarnámsþörf Austfirðinga - könnun

26.03 2018 - Mánudagur

Á sl. árum hefur hlutur fjarnema á háskólastigi aukist hratt og til að greina stöðuna betur hefur Samband sveitarfélaga á Austurlandi falið Austurbrú að kanna fjarnámsþörf á Austurlandi. Framboð greina í fjarnámi frá háskólunum hefur verið svipað í mörg ár. Frá því er greint á heimasíðu Austurbrúar, www.austurbru.is, að í þessum tilgangi hafi stofnunin búið til stutta könnun til að meta þarfir og áhuga á fjarnámi.

 

Á hverju ári stunda fjölmargir einstaklingar á Austurlandi fjarnám á háskólasviði. Síðustu ár hafa þeir að jafnaði verið um 150-200, langflestir nemar við Háskólann á Akureyri. Þær greinar sem flestir stunda nám við eru menntavísindi og viðskiptafræði. Framboð greina í fjarnámi frá háskólunum hefur verið svipað í fjömörg ár og og nýjar námsgreinar eða fræðasvið hafa ekki bæst við. Því er mikilvægt að kanna hug íbúa til fjarnáms og þörf þeirra fyrir fjarnám á háskólastigi; þar á meðal hvort þörf og/eða áhugi er fyrir að opna fleiri námsleiðir eða hvort sátt er um það framboð sem hefur verið.

 

SSA fól Austurbrú að kanna fjarnámsþörf á Austurlandi. Í því skyni var sett saman stutt könnun sem hér fylgir og óskað er eftir að sem flestir íbúar á Austurlandi svari. Öll svör eru órekjanleg og ekki hægt að rekja til einstakra svarenda. Aðeins heildarniðustöður verða birtar og þannig verða svör hópsins grunnur að niðurstöðum en ekki svör einstakra þátttakenda.

 

Hafðu samband við Tinnu Halldórsdóttur eða Elfu Hlín Pétursdóttur fyrir frekari upplýsingar eða athugasemdir.

 

https://www.surveymonkey.com/r/fjarthorf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir