Námskeið fyrir áhugafólk um sveitarstjórnarmál

28.03 2018 - Miðvikudagur

Ráðgjafafyrirtækið Ráðrík ehf. hefur starfað frá ársbyrjun 2015. Eigendur hafa langa og margvíslega reynslu af sveitarstjórnarstörfum og af vinnu með þeim stofnunum og fyrirtækjum sem starfa á vegum sveitarfélaganna í landinu. Vill fyrirtækið bjóða Vopnfirðingum til námskeiðs hinn 11. apríl nk. fyrir fólk sem áhuga hefur fyrir þátttöku í sveitarstjórnarmálum, fólk sem vill hafa áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Meðfylgjandi er tilkynning Ráðríks með dagskrá námskeiðsins.

 

Ef þig langar til að hafa áhrif á þitt nánasta umhverfi þá mætir þú á námskeið um þátttöku í sveitarstjórn sem haldið verður  11. apríl nk.  kl: 17:30 í Miklagarði Vopnafirði.

 

Dagskrá:

Kl. 17:30 Velkomin á námskeiðið - Ráðrík ehf.

Kl. 17:40 Hópefli – Kristín Ágústa Ólafsdóttir

Kl. 18:00 Sveitarstjórn,  mín leið til að hafa áhrif?  - Ráðrík ehf.

Kl. 19:00 Léttur kvöldverður á staðnum

Kl. 19:20  ,,Ég þori ekki að standa upp og tala!“  - Kristín Ágústa Ólafsdóttir

Kl. 20:00  Meira um sveitarfélög – til hvers eru fundir? - Ráðrík ehf.

Kl. 21:00  Og hvað gerir maður svo? – 

Kl. 22:00  Lokaorð Ráðrík ehf.

Kl. 22:10  Námskeiði lýkur

 

FRÍTT! Athugið námskeiðið og léttur kvöldverður er í boði Vopnafjarðarhrepps

 

Allir hvattir til að mæta, mjög gagnlegt námskeið fyrir alla, líka þá sem hafa þegar einhverja reynslu af störfum sveitarfélaga.

 

Áhugasamir eru beðnir að senda skráningu á netfangið skrifstofa@vopnafjardarhreppur.is  eða í s. 473-1300, fyrir 7. apríl nk.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir