Helgihald um páska

28.03 2018 - Miðvikudagur

Kirkjustarfið er blómlegt á Vopnafirði og þegar kemur að páskahátíð er tilhlýðilegt að halda til kirkju og njóta þess sem þar er í boði. Á morgun er skírdagur og við athöfnina verða 6 ungmenni fermd í Vopnafjarðarkirkju. Á föstudaginn langa, 30. mars  nk., verður pílagrímaganga frá Vopnafjarðarkirkju að Hofskirkju og lesið úr Passíusálmum sr. Hallgríms Péturssonar í Hofskirkju. Dagskrá hátíðar er að finna hér að neðan.

Skírdagur 29. mars kl. 14:00

 

Fermingarmessa í Vopnafjarðarkirkju

Fermd verða:

Eva Lind Magnúsdóttir

Íris Hrönn Hlynsdóttir

Hákon Ingi Stefánsson

Sara Líf Magnúsdóttir

Tinna Líf Kristinsdóttir 

Þorgerður Mist Jóhannsdóttir

 

 

Föstudagurinn langi 30. marsIMG_0750.JPG

 

Pílagrímaganga

Lagt af stað kl. 10 frá Vopnafjarðarkirkju og gengið að Hofskirkju. Við hvetjum sem flesta til þess að ganga með okkur lengri eða styttri vegalengd, hægt er að bætast í hópinn á miðri leið til dæmis.  

 

Passíusálmalestur

Lestur Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar í Hofskirkju frá kl. 13:00 – 15:00. Býðst gestum að koma og fara eins og því þykir henta á þeim tíma.

Boðið verður uppá súpu og kaffi í Staðarholti á meðan á lestrinum stendur.

Vonumst til þess að sjá sem flesta!

 

 

Páskadagur 1. apríl

 

Hátíðarguðsþjónusta í Vopnafjarðarkirkju kl. 8:30

Sameiginlegur morgunverður í safnaðarheimili að messu lokinni.

 

Hátíðarguðsþjónusta í Skeggjastaðakirkju kl. 11.-:30

Hádegisverður í Grunnskóla Bakkafjarðar að messu lokinni

 

Hátíðarhelgistund í Sundabúð kl. 14:30

 

Sóknarprestur þjónar og kór Vopnafjarðar- og Hofskirkju syngur undir stjórn Stehen Yates organista.

 

Allir velkomnir.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir