Málstofa á Vopnafirði laugardaginn 07. apríl

05.04 2018 - Fimmtudagur

Laugardaginn 07. apríl næstkomandi stendur Skógræktar- og landgræsðslufélagið Landbót fyrir málþingi í félagsheimilinu Miklagarði og hefst kl. 13.30. Heiti málstofunnar er Skógurinn skemmir útsýnið en hvað gerir hann fyrir okkur? og verður leitast við að svara þessari staðhæfingu á fundinum. Else Möller formaður Landbótar er í fyrirsvari fyrir viðburðinum og hefur fengið til liðs við sig góðan hóp fagfólks auk þess sem einn úr hópi heimamanna mun leggja viðburðinum lið.

 

Dagskrá málstofunnar hefur verið send í hvert hús sveitarfélagsins og er svofelld:

 

  1. Setning Else Möller
  2. Lárus Heiðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktinni
  3. Einar Gunnarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands
  4. Guðrún Schmitd, fræðslufulltrúi Landgræðslunnar
  5. Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar
  6. Magnús Már Þorvaldsson, fulltrúi hjá Vopnafjarðarhreppi
  7. Umræðum stýrt af fundarstjóra Birni Halldórssyni

 

Er miðað við að hver frummælandi hafi 20 mínútur til ráðstöfunar. Boðið er upp á kaffi og með því í hléi milli framsögumanns 4 og 5. Eru allir velkomnir til málstofunnar.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir