Opnun Selárlaugar næstu 2 vikur

05.04 2018 - Fimmtudagur

Athygli er vakin á að opnun Selárlaugar verður með breyttum hætti fáeina daga í næstu og þarnæstu viku sökum þess að ¾ starfsmanna íþróttamiðstöðvar verða utan þjónustusvæðis á þeim tíma. Þeir dagar sem málið varðar eru miðvikudagurinn 11. apríl, fimmtudagurinn 12., laugardagurinn 14. og loks mánudagurinn 16. Opnunartíma má sjá hér að neðan.

 

Þriðjudagur 10. apríl venjubundin opnun milli kl. 14:00-19:00.

Miðviku- og fimmtudagur 11. og 12. apríl opið milli kl. 14:00-17:00.

Föstudagur 13. apríl venjubundin opnun milli kl. 14:00-19:00.

Laugardagur 14. apríl er lokað.

Sunnudagur 15. apríl venjubundin opnun milli kl. 12:00-16:00.

Mánudagur 16. apríl er opið milli kl. 14:00-19:00 – og verður svo áfram óbreytt opnun.

 

Vonum við að fólk sýni málinu fullan skilning og breytingarnar hindri ekki fólk að sækja laugina.

 

            -Fulltrúi
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir