Kórtónleikar í Miklagarði

06.04 2018 - Föstudagur

Kórar Vopnafjarðar bjóða til tónleikahalds næstkomandi sunnudag nánar tiltekið 08. apríl nk. Fram munu koma Barnakór Vopnafjarðar, Karla- og Kirkjukór Vopnafjarðar og hefjast tónleikarnir kl. 16:00 í félagsheimilinu Miklagarði. Það er ánægjulegt að greina frá því að í næstu viku halda karla- og kirkjukórinn til Færeyja ásamt kórstjóra sínum Stephen Yates í fyrstu utanför kóranna en ytra munu þeir halda tvenna tónleika, í Klaksvík föstudaginn 13. og í Þórshöfn þann 14.

 

Þarf ekki að fjölyrða að mikil tilhlökkun ríkir meðal félaga sem verða án efa í góðu formi þegar sungið verður fyrir heimamenn næstkomandi sunnudag. Vert er að taka það fram að þetta eru einu tónleikar kóranna á þessu vori en dagskrána hafa þeir æft vel sl. vikur og mánuði.

Miðaverð á tónleikana er 2.500 kr.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir