Vilborg Davíðsdóttir til Vopnafjarðar 10. apríl

09.04 2018 - Mánudagur

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur sækir Vopnafjörð heim á morgun, 10. apríl. Hyggst Vilborg heilsa upp 9. og 10. bekk í Vopnafjarðarskóla og fjalla um Korku sögu og er áætlað verði milli kl. 10:30-11:30. Í framhaldi af skólaheimsókn mun Vilborg sækja eldra borgara heim í Sambúð og er áætlaður tími milli kl. 16:00-17:00. Þar er Auður djúpúðga til umræðu og umfjöllunar en líkt og Korku saga skrifaði Vilborg bók um landnámskonuna Auði djúpugðu, raunar var um þríleik að ræða og kom fyrsta bókin út árið 2009.

 

Um kvöldið verður Konukvöld í Safnaðarheimilinu þar sem Vilborg talar um bók sína Ástin, drekinn og dauðinn. Í bókinni lýsir Vilborg vegferð sinni og hennar heittelskaða með sjúkdómnum sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og ennfremur fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Drekinn er einmitt sjúkdómurinn sem þau hjónin nefndu svo, heilakrabbamein sem dró eiginmann hennar til dauða í blóma lífsins árið 2013.

 

Kvöldið byrjar með súpu, brauði og spjalli kl. 18:30 og í framhaldinu, um kl. 19:30, verður erindi og umræður um bókina og annað sem tengist sorginni sem fylgir ástvinamissi.

 

Heimsókn Vilborgar til Vopnafjarðar hefur fengið styrki fá ýmsum aðilum og félagasamtökum á staðnum og er aðgangur því ókeypis. Við hvetjum allar konur óháð aldri, trú og uppruna að mæta – allar konur eru velkomnar!

 

Þáttöku má tilkynna á: thuridur.arnadottir@kirkjan.is eða til Else á else@auturbru.is Frekari upplýsingar veitir Else í síma 867-0527.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir