Kórar Vopnafjarðar halda utan

12.04 2018 - Fimmtudagur

Kórar Vopnafjarðar, karla- og kirkjukórinn, lögðu haf og land undir fót í gær er kórarnir héldu með Norrænu í átt til Færeyja. Frá Vopnafirði fara að þessu tilefni liðlega 40 manns. Þegar fréttin birtist eru Vopnfirðingar vel á veg komnir en ytra halda þeir tvenna tónleika, í Klaksvík á föstudagskvöld 13. og í höfuðstaðnum Þórshöfn á laugardaginn.

 

Hvorir tónleikar verða haldnir í kirkju, annars vegar í Christianskirkjan eða Flókakirkjan í Klaksvík og hins vegar í Vesturkirkjan í Þórshöfn. Kirkjurnar eiga það sameiginlegt að vera nútíða byggingar og setja mikinn svip á umhverfi sitt. Arkitektúrinn þykir hafa heppnast vel í hvoru tilfelli, stílhreinar og lausar við prjál en athygli vekur að á Klaksvíkurkirkjunni er enginn turn og í tilfelli hinnar er hann óvenjulegur. Raunar var síðar byggður turn við Christianskirkjuna, sem vígð var 1963, en hann stendur í nokkurra metra fjarlægð frá kirkjunni. Aðalbyggingarefni kirkjunnar er færeyskur steinn, timbur og þakskífur. Er kirkjan engin smásmíð því eftir því sem næst verður komist tekur hún yfir 1000 manns í sæti og hætt við að kórarnir verði ansi smáir í voldugu kirkjurýminu.

 

Vesturkirkjan í Þórshöfn 3.jpgVesturkirkjan fangar augað þótt ekki sé eins voldug í umhverfi sínu og Klaksvíkurkirkja. Þessi er steinsteypt og rétt eins og hið fræga óperuhús Sydneyborgar er þak kirkjunnar áberandi, er það koparklætt. Litlir gluggar eru á veggflötum en þeir þeim mun stærri á stafni og hinum 42ja metra pýramídaformaða turni. Var Vesturkirkjan vígð árið 1975 en framan kirkjunnar er minnisvarði um Sigmund Bretisson sem skv. Færeyingsögu leiddi kristnitökuna árið 999 en listamaðurinn er Hans Pauli Olsen.

 

En hvaða veður bíður ferðalanga? Samkvæmt dönsku veðurstofunni má búast við 7-10°C þá daga sem dvalið er í Færeyjum. Það var hrollkalt þegar Ísland lék landsleikinn í fyrradag og má gera ráð fyrir að svo verði áfram. Mestu varðar að þokan leggist ekki yfir eyjaklasann því þá hverfur útsýnið en þokan er þekkt fyrirbæri í Færeyjum. Allan tímann má búast við að verði skýjað, fremur þungbúið á stundum í 7-15 m/sek. Eitthvað mun rigna en svo virðist sem þokan haldi sig fjarri lengst af en það með veðrið þar eins og hér, tekur breytingum frá stund til stundar.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir