Sumarið er tíminn en hvað með veðrið næstu daga?

20.04 2018 - Föstudagur

Ef litið er á vef Veðurstofunnar má vænta að fyrstu dagar sumars verði í svalara lagi eða frá -1°C upp í 2°C til og með sunnudaginn 29. Einhver ofankoma verður og þá ýmist í formi rigingar, slyddu eða lítilsháttar snjókomu. Verður fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt þessa daga. Ekkert af þessu kemur á óvart því reynslan hefur fyrir margt kennt okkur að halda væntingum í hófi þótt sjálfsagt sé að vona hið besta fyrir sumarið.

Á morgun er gert ráð fyrir 2°C á Austurlandi og sjálfsagt að geta þess að Einherji á leik gegn Leikni Fáskrúðsfirði á Fellavelli í Mjólkubikar karla en liðið vann glæstan 5:2 sigur á Sindra á Hornafirði um liðna helgi eftir að hafa lent manni undir í stöðunni 2:2. Hefst leikurinn kl. 14:00 á Fellavelli sem fyrr greinir og er aðgangur frír.

 

Veðurhorfur á landinu næstu daga skv. Veðurstofu:

 

Á sunnudag:

Norðaustan 5-13 m/s, skýjað og rigning eða slydda austantil á landinu, úrkomulítið fyrir norðan og hiti 0 til 5 stig. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt suðvestan- og vestanlands og hiti 5 til 10 stig.

 

Á mánudag:

Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu og skúrir sunnantil, en annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið.

 

Á þriðjudag og miðvikudag:

Fremur hæg austlæg átt, skýjað og dálítil rigning með köflum, en þurrt að kalla fyrir norðan. Kólnar lítið eitt.

 

Á fimmtudag:

Breytileg átt og skúrir eða slydduél. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast sunnanlands

 

Hugleiðingar veðurfræðings

Norðaustan kaldi norðvestantil á landinu í dag, annars hægari vindur. Súld eða dálítil rigning fyrir norðan og austan, en skúrir sunnanlands síðdegis. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Ákveðin austan- og norðaustanátt á morgun. Rigning, einkum suðaustanlands, en þurrt á Norðvestur- og Vesturlandi.

Norðlægari vindur á sunnudag, með rigningu eða slyddu norðaustan- og austanlands og kólnar heldur.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir