Nýr heiðarbýlabæklingur afhentur

04.05 2018 - Föstudagur

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Kaupvangur menningar- og fræðasetur Vopnfirðinga sameinuðust fyrir nokkrum árum um að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu á Jökuldalsheiðinni og heiðunum þar í kring. Hefur ferðafélagið í samvinnu við Fljótsdalshérað og Vopnafjarðarhrepp gefið út glæsilegan bækling sem Þorvaldur P. Hjarðar formaður FFF afhenti Ólafi Áka sveitarstjóra og Ingólfi Sveinssyni í dag. Ingólfur er sérlegur áhugamaður um heiðarbýlin og unnið gott starf í þágu verkefnisins.

 

Mun bæklingurinn liggja frammi á upplýsingamiðstöðvum á Egilsstöðum og Vopnafirði, á skrifstofu FFF og í Sænautaseli. Einnig hefur bæklingurinn verið prentaður á ensku og var m.a. sendur í Íslendingabyggðir í Kanada því margir ábúendur heiðarbýlanna fluttu til Vesturheims.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir