Opinn fundur um Aðalskipulagsmál Vopnafjarðar 08. maí

07.05 2018 - Mánudagur

Þann 08. maí nk. verður opinn fundur í Miklagarði milli kl 15:00 -17:00. Verður þar farið yfir lýsingu fyrir breytingar á Aðalskipulagi Vopnafjarðar 2006-2026 og verður óskað eftir ábendingum frá almenningi og hagsmunaaðilum á kynningunni. Eru íbúa hvattir til að mæta enda varðar málefnið framtíðarskipulag sveitarfélagsins.

 

NÁMUR -uppfærðir grunnar og gögn fyrir allt sveitarfélagið.

FUGLASKOÐUNARHÚS - á Skipshólma og á Straumseyri við Nýpslón.

AÐALSTÍGAR - lega nýrra stíga.

LANDBÚNAÐARSVÆÐI - heimildir til uppbyggingar ferðaþjónustu á landbúnaðarsvæðum.

VERNDARSVÆÐI Í BYGGÐ - hverfisvernd fyrir miðsvæði Vopnafjarðar

 

Einnig verður hægt að senda inn ábendingar til skipulags- og byggingarfulltrúa á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps Hamrahlíð 15, 690 Vopnafirði eða á netfangið sigurdur.jonsson@efla.is

 

Allir velkomnir til fundarins - heitt á könnunni
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir