Vísitasía biskups

09.05 2018 - Miðvikudagur

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, heimsækir austfirskar sóknir þessa dagana. Agnes ásamt Þorvaldi Víðissyni biskupsritara dvelja á Vopnafirði í dag og á morgun. Vísitasía biskups hvílir á rótgróinni, sögulegri hefð og er eitt helsta hlutverk biskups að rækta traust samband og samstarf með fólkinu, kynnast kirkjustarfinu í sóknunum, veita leiðsögn og hvetja til góðra verka.

 

Komu þau Agnes og Þorvaldur við á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps ásamt presti okkar, sr. Þuríði Björgu, og áttu samtal við starfsmenn skrifstofunnar. Víða var komið við í samtalinu en gestir vildu gjarnan fræðast nánar um samfélagið, starfsemi sveitarfélagsins, sameiningar- og/eða samstarfshugmyndir o.fl. málefnunum tengdum. Rætt var um atvinnu-, menningar- og félagsmál en athygli hefur vakið hið virka starf sem unnið er innan kirkjunnar hér ásamt annarri félagsstarfsemi. Heimsóknin var óformleg en á morgun er sameiginleg hátíðarguðsþjónusta Langanes- og Hofsprestakalls í Vopnafjarðarkirkju á degi eldri borgara, sbr. frétt hér á síðunni.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir