Kjörfundur á Vopnafirði

17.05 2018 - Fimmtudagur

Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga laugardaginn 26. maí 2018 verður haldinn í félagsheimilinu Miklagarði frá kl. 10:00 til kl. 18:00 þann dag.

Athygli er vakin á því að aðgengi fyrir hreyfihamlaða er á norðurinngangi félagsheimilisins.

Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15, til og með 25. maí  nk.

Talning atkvæða fer fram að kjörfundi loknum og hefst kl. 19:00 í Miklagarði. Talning atkvæða er öllum opin.

Kjörstjórn Vopnafjarðarhrepps
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir