Hreyfivikan er hafin - frítt í Selárlaug

28.05 2018 - Mánudagur

Hreyfivikan á Vopnafirði hófst í gær og heldur áfram vikuna á enda samanber meðfylgjandi dagskrá. Rétt eins og síðastliðin ár heldur Bjarney Guðrún Jónsdóttir utan um hreyfivikuna sem styrkt er m.a. af Vopnafjarðarhreppi er býður sundlaugargestum frítt í Selárlaug og ókeypis tíma í íþróttahúsinu í auglýsta tíma vikunnar. Er um að gera að hvetja íbúa og gesti til þátttöku en skv. Veðurstofu getum við vænst góðra daga, í tilfellum veðurblíðu.

 

Dagskrá Hreyfiviku er sem hér segir:

Mánudagur 28. maí:

18:00                Göngum saman. Mæting við íþróttahús og reiknað með klukkutíma göngu.

19:30               Blak fyrir 16 ára og eldri, dregið í lið og sett upp lítið mót.

Þriðjudagur 29. maí

Kl. 18:00         Göngum saman. Mæting við íþróttahús og reiknað með klukkutíma göngu.

Kl. 20:00         Fótboltagolf uppi á fótboltavelli í umsjón meistaraflokks kvenna hjá Einherja. Allir velkomnir 2-3 saman í liði. Skráning hjá Matthildi í einkaskilaboðum eða skrá sig á viðburðinn sjálfann á facebooksíðu Hreyfivikunnar á Vopnafirði.

Miðvikudagur 30. maí

Kl. 18:00         Göngum saman. Mæting við íþróttahús og reiknað með klukkutíma göngu.

Kl 18:00          Crossfit tími í íþróttahúsinu fyrir 16 ára og eldri í umsjón Jóns Orra. Skráning í tímann inn á facebooksíðu Hreyfivikunnar á viðburðinn Crossfit.

19:00              Crossfit tími í íþróttahúsinu fyrir 16 ára og eldri í umsjón Jóns Orra. Skráning í tímann inn á facebooksíðu Hreyfivikunnar á viðburðinn Crossfit.

Fimmtudagur 31. maí:

20:00               Skallatennis í íþróttahúsinu með meistaraflokki kk, 6. bekkur og eldri velkomin.

Föstudagur 1. Júní

14:00               Nátturubingó- mæting við skólann

20:00               Kvöldganga mæting við íþróttahús, reiknað með klukkutíma göngu.

Laugardagur 2. júní

10:00               Kvennahlaup ÍSÍ, mæting við skólann.

14:00               Meistaraflokkur karla tekur á móti Vængjum-Júpiters á Vopnafjarðarvelli.

Frítt í sund alla Hreyfivikuna
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir