Að finna aftur lífsviljann

07.06 2018 - Fimmtudagur

Þann 08. júní nk. kl. 20:00 mun Margrét Gunnarsdóttir Vopnfirðingur halda fyrirlestur í Kaupvangskaffi undir formerkjum fyrirsagnar. Mun Margrét segja sögu sína en röð áfalla umliðinna fimm ára höfðu djúpstæð áhrif á andlega líðan. Það sem hún hefur að segja mun vekja okkur öll til umhugsunar um verðmæti lífsins og að andleg sem líkamleg heilsa langt í frá sjálfgefin.

 

Sá ómetanlegi stuðningur sem Margrét hefur notið meðal íbúa Vopnafjarðar, í þessu litla og fallega samfélagi eins og hún kýs að orðað það, hefur verið henni gríðarleg stoð. Með hingaðkomu sinni vill Margrét fá tækifæri til að þakka ykkur Vopnfirðingar góðir stuðninginn um leið og hún sýnir fram á að með að þótt öll sund virðist lokuð er alltaf von.

 

Gamall vitur maður sagði: Ég leitaði alla æfi að hamingjunni, en uppgötvaði þegar líf mitt var senn á enda að leitin var hamingjan.

Margrét segir svo frá:

Líf mitt tók óvænta stefnu fyrir nokkrum árum sem leiddi mig í líkamlegt og andlegt þrot. Röð áfalla síðustu fimm ár gerðu það að verkum að sjálfsmat mitt og sjálfstraust rann hratt og örugglega út í sandinn með þeim afleiðingum að í svartasta skammdeginu sá ég ekki tilgang með lífinu. Líflínan mín voru börnin mín, fjölskylda og allra nánustu vinir sem studdu mig í gegn um súrt og sætt og svo þið.

 

Stuðningurinn sem ég fékk frá þessu litla fallega samfélagi sem ég ólst upp í var ótrúlegur og með öllu ómetanlegur. Mig hefur lengi langað að þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn síðustu ár. Án ykkar hefði ég aldrei fengið bót meina minna og án ykkar stæði ég ekki hér í dag laus úr hlutverki sjúklingsins og búin að finna mér farveg aftur í samfélaginu, sem ég er stolt af og hef brennandi áhuga á.

Í fyrirlestri sínum hefur Margrét miklu meira að segja og vill fá ykkur sem flest til að geta þakkað fyrir sig augliti til auglitis. Eru allir hjartanlega velkomnir.

Aðgangur er frír en Sigga í Kaupvangskaffi hefur gestum eitt og annað að bjóða. Þannig býður kaffihúsið upp á köku dagsins með kaffi fyrir 990 krónur – það er vel boðið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir