Krakkafjör og kofabyggð

11.06 2018 - Mánudagur

Félagsmistöðin Drekinn stendur fyrir námskeiðshaldi og byggingu kofa á lóð miðstöðvarinnar við Lónabraut. Hér gefur að finna upplýsingar er málin varða, annars vegar krakkafjör, hins vegar kofabyggð.

 

Krakkafjör á Vopnafirði í samvinnu við Vinnuskóla.

Leikjanámskeið verður í boði fyrir 1. – 3. bekk frá 18. -28. júní, mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13 – 15. Staðsetning verður við félagsmiðstöðina. Þátttökugjald er 1.500 kr.

Foreldrar þurfa að sjá börnum sínum fyrir nesti! Skráning er á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps í síma 473-1300.

Umsjónarmenn eru Þórhildur og Berglind Ósk.

 

Kofabyggð leikir og fleira fyrir 4. -7. bekk.

Mánudaga til fimmtudaga á tímabilinu 18. júní – 28. júní. Þátttökugjald er 2.500 kr.

Athugið að foreldrar þurfa að sjá börnum sínum fyrir nesti og hömrum. Skráning er á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps í síma 473-1300.

Umsjónarmenn eru Þórhildur og Berglind Ósk.

 

Athugið að nauðsynlegt er að þátttakendur skrái sig áður en námskeið hefst. Nánari upplýsingar hjá Tótu í síma 893-1536 og hjá Berglindi Ósk í síma 847-4184.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir