Vaki þjóð – menningardagskrá í Miklagarði laugardag 16. júní

13.06 2018 - Miðvikudagur

Laugardagurinn 16. júní 2018 markar tímamót í Íslandssögunni þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fyrsta leik á HM nokkru sinni. Andstæðingurinn er ægisterkur, tvöfaldir heimsmeistarar Argentínu með að margra áliti einn albesta fótboltamann sögunnar í liðinu, sjálfan Lionel Messi. Hefst leikurinn kl. 13:00 og má gera ráð fyrir að bróðurpartur þjóðarinnar muni fylgjast með en litla Ísland hefur þegar unnið mikið afrek. Klukkan 15:30 hefst menningardagskrá í Miklagarði, Vaki þjóð: Ævi og störf Þorsteins Valdimarssonar, skálds.

 

Tímasetning menningarviðburðarins kl. 15:30 er engin tilviljun heldur að fullu og öllu tengd HM leik Íslands. Óháð úrslitum vonast aðstandendur viðburðar auðvitað að fólk muni fjölmenna í Miklagarð að leik loknum. Samanber meðfylgjandi er dagskráin fjölbreytt og þáttur Vopnfirðinga mikill. Hefði Vopnfirðingurinn Þorsteinn án efa glaðst yfir þeirri staðreynd.

 

Í tengslum við Vaki þjóð er hátíðarkaffi Einherja sem er að þessu sinni 16. júní í stað þess 17. Á Vopnafirði eruÞorsteinn Vald - 1.jpg fermingar á þjóðhátíðardaginn og færi ekki vel á að halda úti kaffisamsæti þann dag. Hátíðarkaffið býðst þannig daginn áður og er öllum opið endurgjaldslaust. Það er rétt að árétta að kaffið er opið hverjum þeim sem þiggja vill óháð menningarviðburðinum og kemur beinlínis til að þiggja kaffi og með því. Á hinn bóginn eru allir hvattir til að mæta til viðburðar og kynnast vopnfirska skáldinu Þorsteini Valdimarssyni frá Teigi aðeins betur.

 

Vaki þjóð: Ævi og störf Þorsteins Valdimarssonar, skálds - menningardagskrá í Miklagarði, Vopnafirði, 16. júní 2018 kl. 15:30. Í dagskránni verður fjallað um sögu og flutt verk Þorsteins Valdimarssonar, skálds sem fæddist á fullveldisárinu 1918.

 

Opnun: Trausti Þorsteinsson, dósent, Háskólanum á Akureyri

 

Kórsöngur: Kirkjukór Vopnafjarðar. Stjórnandi Stephen Yates

 

Erindi: „Á ljóðaslóð í Svanalandinu.” Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor, Háskóla Íslands

 

Söngur: Nemendur í Tónlistarskóla Vopnafjarðar

 

Erindi: ,,Geym vel það ei glatast má". Örn Björnsson, nemandi í kennaradeild Háskólans á Akureyri

 

Kórsöngur: Karlakór Vopnafjarðar. Stjórnandi Stephen Yates

 

Upplestur á ljóðum: Nemendur í Vopnafjarðarskóla

 

Einsöngur: Michael Jón Clarke, undirleikari Helena Guðlaug Bjarnadóttir.

 

Myndagrúsk á Vopnafirði opnar sýningu á myndum sem tengjast ævi Þorsteins Valdimarssonar.

 

Í lok dagskrár mun Ungmennafélagið Einherji sjá um kaffiveitingar í boði aðstandenda samkomunnar.

 

Þeir sem standa að þessari dagskrá eru:

Erlusjóður

Menningarmálanefnd Vopnafjarðarhrepps

Ungmennafélagið Einherji

 

Helstu styrktaraðilar eru: Erlusjóður, 100 ára fullveldi Íslands, Uppbyggingarsjóður Austurlands
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir