Dagskrá á 17. júní

15.06 2018 - Föstudagur

Þjóðhátiðardagur lýðveldisins Íslands er nk. sunnudag en þann dag eru 4 ungmenni fermd í Vopnafjarðarkirkju. Sú staðreynd hefur áhrif á hefðbundna dagskrá en sem kunnugt er hefur Ungmennafélagið Einherji um langt árabil staðið að dagskrá á 17. júní. Svo verður einnig nú en svo sem frétt hér á síðunni um menningardagskrána Vaki þjóð greinir frá er hátíðarkaffi Einherja í framhaldi af henni þann 16. Annars er dagskráin við Vopnafjarðarskóla hefðbundin.

 

Dagskrá 17. júní á Vopnafirði.

 

Kl. 12:30 - skrúðganga frá félagsheimilinu Miklagarði, gengið að Vopnafjarðarskóla

Kl. 12:45 – ávarp fjallkonunnar, Gígja Björg Höskuldsdóttir

Kl. 12.50 – ávarp Sigríðar Bragadóttur

Kl. 13:00 – leikir á sparkvellinum undir stjórn Matthildar Óskar

Kl. 14:00 – messa í Vopnafjarðarkirkju
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir