Ungir Vopnfirðingar og mæður sóla sig

25.06 2018 - Mánudagur

Austfirðingar hafa notið veðurblíðu ítrekað það sem af er sumri og samkvæmt Veðurstofu munu sunnanáttir ríkja næstu daga og útlit fyrir ágætis tíð. Í liðinni viku komu dagar sem gáfu tilefni til að njóta útiveru sökum mildi veðurs og voru nokkrar ungar mæður meðal þeirra sem sér það nýttu. Röltu þær um bæinn með vagna sína og kerrur uns sest var niður framan Kaupvangs. Var sólar notið um leið og spjallað var – voru hinir ungu Vopnfirðingar mismikið að velta vöngum yfir því sem fram fór en nutu blíðunnar ekki síður en þeir eldri.

 

Meðfylgjandi mynd tók Else Möller.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir